141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:15]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Takk fyrir þetta. Ég get alveg tekið undir það, þannig að það sé sagt, að það mundi ekki trufla mig þótt ein og sama aðferðin yrði notuð við þetta allt saman. En þetta eru rökin sem ég tíndi fram, að það ætti að vera sérstaklega erfitt að breyta stjórnarskránni.

Ég mun setja þessa umræðu í sarpinn og við munum auðvitað halda áfram að ræða málið í nefndinni. Ástæðan fyrir því að ekki var hróflað við þessu ákvæði núna var líka að við gerðum ráð fyrir að Feneyjanefndin mundi segja eitthvað um það. Eins vildum við fá fram sjónarmið annarra þingmanna sem ekki eru í nefndinni. Málið hefur verið á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var ekki sent til annarra nefnda þannig að þingsalurinn er, að ég tel, góður vettvangur til að ræða það.