141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[22:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Forseti. Miðað við þessa lífsreynslu þingmannsins þarf ég ekki að óttast neitt að ég sé í einhverri vitleysu.

En aðeins varðandi það sem þingmaðurinn nefndi nokkrum sinnum um jafnt vægi atkvæða eins og frekast er unnt. Ef landinu er skipt upp í kjördæmi þá næst ekki reikningsleg jafna út úr því en það næðist hins vegar ef landið yrði eitt kjördæmi. Ég er alveg sammála þingmanninum um að það gæti vel farið svo að landsbyggðin teldi það þrátt fyrir allt, ef komin væri jafnt vægi atkvæða um allt land, að heppilegra væri fyrir hana að hafa landið eitt kjördæmi og þá þarf að ákveða það á þeirri stundu og taka ákvörðun um það þegar þar að kemur.

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að betra er að hafa ákvæðið í stjórnarskrá um kosningar opið frekar en lokað og þar erum við þingmaðurinn ekki á sama máli.