141. löggjafarþing — 81. fundur,  14. feb. 2013.

utanríkis- og alþjóðamál.

593. mál
[14:57]
Horfa

Jón Bjarnason (U) (andsvar):

Frú forseti. Menn tala um sýndarhlé. Ég verð að segja að staðan er kannski sú núna skömmu fyrir kosningar að ríkisstjórnin hefur ekki svo marga möguleika á að keyra ákveðna þætti áfram. Ljóst er að sjávarútvegurinn er stopp vegna makrílmálsins. Ég tel reyndar að við hefðum átt að gefa út makrílkvótann okkar fyrr en var gert, við hefðum átt að vera á undan Evrópusambandinu og Noregi.

Varðandi landbúnaðarmálin, hver fer í kosningar hér úti um sveitir og ætlar að predika nýjan samning í landbúnaðarmálum þar sem allt er gefið eftir? Það er allt á fullu og við sjáum að vinna er í ráðuneytum og stofnunum við að undirbúa stofnanauppbygginguna í landbúnaði undir inngöngu, að því ég best veit. Það eru haldnir fundir, var ekki Timo Sumo sendiherra að boða til bæði opins fundar og lokaðs fundar á Akureyri um aðildarferlið og (Forseti hringir.) inngönguna? Ég held að þetta sé alveg hárrétt orðalag hjá hv. þingmanni, þetta er algjör sýndarmennska.