141. löggjafarþing — 81. fundur,  14. feb. 2013.

utanríkis- og alþjóðamál.

593. mál
[15:12]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Er það þá þannig að það er ekki hv. þingmaður sem hefur þvælst fyrir allan tímann heldur makríllinn?

Mér er alla vega spurn af hverju aðildarferlið tók ekki kipp eftir að hv. þingmaður lét af ráðherradómi vegna þess að það komu ásakanir úr báðum flokkum, frá þáverandi flokksfélögum hv. þingmanns, um að hv. þingmaður hafi verið að tefja fyrir sjávarútvegskaflanum en ekki síður fyrir landbúnaðarkaflanum.

Nú hefur verið gert hlé, sýndarhlé, mundi ég segja. Menn áttuðu sig á því að þetta var ekki að fara eitt né neitt og samfylkingarþingmennirnir hafa meira að segja viðurkennt það, og hæstv. utanríkisráðherra, að eina leiðin til að bjarga umsókninni frá bráðum dauða núna væri að koma henni í var.

Hvað er það, hv. þingmaður, (Forseti hringir.) er það makríllinn eða þingmaðurinn sem var að þvælast fyrir?