141. löggjafarþing — 82. fundur,  15. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:51]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú tillaga sem hv. þingmaður vitnaði til er sönnun þess sem ég sagði áðan, að Framsóknarflokkurinn hefur lengi viljað standa að því að koma þessu ákvæði inn.

Aftur á móti var orðalagið sem hv. þingmaður vitnaði til, háð einkaeignarréttarlegum ákvæðum, komið inn eftir aðkomu sérfræðinganna, en það er komið út aftur í tillögum meiri hlutans. Það er erfitt að taka þessa umræðu hérna í þingsal þegar mjög óljóst virðist vera hvert við erum að fara, það eru breytingartillögur sem ekki eru skýrðar í nefndarálitinu. Ég tel mjög mikilvægt og tek undir með hv. þingmanni að nauðsynlegt sé, ef við ætlum að ná sátt um að klára ákveðna þætti og ég legg mikla áherslu á að þetta yrði sett fremst í forgrunn, að við settumst yfir málið og næðum niðurstöðu í því hvernig orðalagið ætti að vera, (Forseti hringir.) það væri skýrt og tæki til fleiri auðlinda en einnar.