141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

lyfjalög.

460. mál
[16:58]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með þessu frumvarpi er að mínu mati verið að fara út í umtalsverðar breytingar á meðferð íslenskra matvæla og matvælaframleiðslu í landinu. Ég leyfi mér að vísa til þess sem stendur í nefndarálitinu með þessari tillögu:

„Á Íslandi hefur hins vegar ekki viðgengist í miklum mæli hjarðmeðhöndlun dýra að þessu leyti heldur er leitast við að meðhöndla hvert einstakt dýr þegar þörf er á lyfjagjöf. […] Hjarðmeðhöndlun dýra með sýklalyfjum eykur álag á dýrin og ónæmiskerfi þeirra á óeðlilegan hátt.“

Ég held að þetta frumvarp geti orðið til skaða fyrir íslenska landbúnaðarframleiðslu þegar upp er staðið ef við förum að hætta að meðhöndla dýr með þeim einstaka hætti og búa til þær einstöku afurðir sem við höfum gert hingað til. Ég mun því ekki geta stutt frumvarpið.