141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

lyfjalög.

460. mál
[17:01]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er nú fallegur friðardagur í þinginu. Ég vildi aðeins út af því máli sem hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson lýsti ágætlega áðan velta því til umhugsunar fyrir þingheim hvort skynsamlegt sé að búa til skattheimildir einungis til að gera það. (GBS: Fólki líður betur.) (Gripið fram í.) Hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni líður miklu betur á eftir, en ég er ekki viss um að þetta sé ofsalega góð regla. [Hlátur í þingsal.] Ég held að þetta sé ekki mál sem við ættum að leggja mikla áherslu á að keyra hér í gegn, virðulegi forseti.