141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

502. mál
[17:06]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um mál sem er kannski ekki stórvægilegt en getur skipt heilmiklu máli. Um er að ræða breytingar sem geta skipt fjárfesta máli við upphaf fjárfestingar. Þannig er verið að reyna að bæta samkeppnisstöðu Íslands þegar kemur að ívilnunum vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Það hefur sýnt sig að það skiptir nýfjárfesta heilmiklu máli. Hér er verið að tala um ákveðnar breytingar á tekjuskatti, fasteignagjöldum og stimpilgjöldum. En í raun og veru er aðeins um tímabundna ráðstöfun að ræða vegna þess að gert er ráð fyrir að næsta sumar verði málið tekið til heildstæðrar endurskoðunar. Í ljósi þess að það getur skipt heilmiklu máli fyrir fjárfesta að ívilnanir komist í gagnið legg ég til að málið verði samþykkt. Við munum síðan taka málið til nefndar á milli 2. og 3. umr. því að skoða þarf betur ákveðna tæknilega útfærslu.