141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

útgáfa og meðferð rafeyris.

216. mál
[18:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Við ræðum hér frumvarp um rafeyri og rafeyrisfélög og er það hluti af nokkrum tilskipunum Evrópusambandsins. Í trausti þess að þær reynist vel, sem slíkar tilskipanir hafa nú ekki alltaf gert, hef ég staðið að þessu. Ég tel að þetta vísi til framtíðar og ekki til mjög langrar framtíðar, því að innan ekki mjög margra mánaða eða ára munum við hætta að ganga með seðla og mynt í veskjunum okkar heldur verðum við með rafeyriskort sem gera okkur kleift að borga alls konar smávöru og annað slíkt formálalaust í verslunum. Ég styð þetta.