141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

bókhald.

93. mál
[11:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi tvö mál hafa verið nokkuð rædd í nefndinni. Það verður hins vegar að segjast að skynsamlegra hefði verið að taka sérstaklega það sem snýr að frumvarpi um ársreikninga og láta það verða samferða lögum um fjármálafyrirtæki.

Það á enn eftir að finna, að ég tel, fullnægjandi lausn á því hvernig staðið verður að birtingu og eftirliti á eignarhaldi fjármálafyrirtækja. Við þekkjum þann vanda sem er uppi núna og það er ekki fullvíst, þrátt fyrir að þessar breytingar fari fram, að við séum búin að koma í veg fyrir þann eigendavanda sem er augljóslega uppi í íslensku fjármálalífi í dag. (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Við munum greiða atkvæði með bókhaldsfrumvarpinu en sitja hjá varðandi frumvarp um ársreikninga.