141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

rannsókn samgönguslysa.

131. mál
[11:25]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að sameina þrjár rannsóknarnefndir í eina, þ.e. rannsóknarnefndir flug-, sjó- og umferðarslysa. Núverandi fyrirkomulag rannsóknarnefndanna er faglegt og hefur reynst vel og ríkir almenn ánægja með það. Óhætt er að fullyrða að nefndirnar njóti almenns trausts.

Þegar málið var lagt fram upprunalega, en þetta er þriðja þingið sem fjallar um það, var gert ráð fyrir hagræðingu. Það er ekki gert núna því að um 6% aukning verður á útgjöldum við að samræma nefndirnar. Fram kemur í áliti meiri hluta hv. umhverfis- og samgöngunefndar að hjá fulltrúum núverandi samgöngunefndar hafi það sjónarmið verið áberandi að samræming nefndanna kynni að koma niður á faglegum þáttum rannsóknanna en hið gagnstæða var niðurstaða innanríkisráðuneytisins.

Ég spyr hv. þingmenn, með fullri virðingu fyrir því góða starfsfólki hjá innanríkisráðuneytinu sem vann að málinu: Er það ekki skylda okkar til að taka meira mark á þeim sem fjalla faglega um þessi mál á hverjum einasta degi?