141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

rannsókn samgönguslysa.

131. mál
[11:27]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það mál sem við greiðum hér atkvæði um fjallar um sameiningu á rannsóknarnefndum samgönguslysa og að búin verði til ein slík nefnd. Þær áhyggjur sem hv. þingmenn hafa viðrað við atkvæðagreiðsluna eru skiljanlegar. Ég tel hins vegar að það hafi komið ágætlega fram í störfum nefndarinnar og í nefndaráliti meiri hlutans að faglegi þátturinn verður ágætlega varðveittur í nýju nefndinni. Það er mat mitt að ef eitthvað er þá eigi hann eftir að styrkjast með stærri og öflugri nefnd. Því legg ég til við hv. þingheim að hann greiði atkvæði sitt með frumvarpinu.