141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

skuldavandi vegna verðtryggðra lána.

[15:15]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að við erum opin fyrir öllum góðum hugmyndum og ég auglýsi eftir víðtæku, þverpólitísku samstarfi um þessi efni. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tölum skýrt þegar við erum á annað borð að tefla fram lausnum vegna þess að gylliboðin hjálpa engum og gera ekkert annað en að grafa undan trúverðugleikanum.

Ég ítreka að ég er opinn fyrir öllum góðum hugmyndum og er að sjálfsögðu tilbúinn, eins og ég tel okkur öll vera, að horfa til raunhæfra lausna. En þá þurfa þær líka að vera það og við eigum ekki að segja eitt né neitt annað en það sem við ætlum raunverulega að fylgja eftir. Ég er tilbúinn að skoða allar góðar hugmyndir hvað þetta snertir.