141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

ný stefna Vinstri grænna í Evrópumálum.

[15:17]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Fyrir hálfu ári, í lok ágúst sl., skrifaði hæstv. ráðherra á bloggsíðu sína, ogmundur.is, með leyfi forseta:

„Samfylkingin hafnaði því í aðdraganda stjórnarmyndunar að spyrja þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild. En réttur þjóðarinnar verður ekki af henni tekinn endalaust, ekki síst þegar aðstæður breytast. Það stóð aldrei til að draga viðræður á langinn þar til ESB og sambandssinnar hér á landi finna heppilegri tímapunkt en nú er í augsýn til að ljúka málinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meiri hluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil.“

Virðulegur forseti. Ég spyr hæstv. ráðherra: Hvað hefur breyst?