141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:46]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hæstv. forseti minnir á að þetta mál sé á dagskrá næsta fundar og ég vil í ljósi orða hæstv. ráðherra, þar sem mér fannst hann taka sér dagskrárvald í þinginu sem vonandi er ekki réttur skilningur minn, spyrja hæstv. forseta: Verður ekki dagskrá næsta fundar látin halda sér? Getum við ekki átt von á því, af því að þingmenn þurfa að undirbúa sig fyrir umræðuna, er það ekki algerlega ljóst, getur frú forseti fullvissað mig um að þetta mál komi hér til umræðu þrátt fyrir mjög skrýtnar yfirlýsingar hæstv. innanríkisráðherra?