141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

umræða um 2. dagskrármál.

[16:28]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Nú heitir það að sú sem hér stendur stjórni Alþingi. Fyrir nokkrum mínútum hét það að það væri hæstv. ráðherra sem stjórnaði dagskrá Alþingis. Þess vegna kom ég hingað upp til að upplýsa það að ég óskaði eftir því á fundi forseta með formönnum þingflokka fyrr í dag að umræða um þetta mál yrði geymd.

Ég vil taka sérstaklega fram vegna orða hv. þm. Sivjar Friðleifsdóttur að sú beiðni kom fram af minni hálfu áður en sú umræða sem hún vísaði til áðan fór fram. Ég hafði ekki heyrt hana eða þær umræður sem fóru — ég heyrði þær reyndar ekki, vissi ekki af þeirri umræðu, heyrði ekki það sem hæstv. ráðherra sagði. Mín beiðni byggðist því ekki á því að hæstv. ráðherra hefði sagt eitthvað hér í ræðustól, svo það sé alveg ljóst. Ég bara bið menn um að fara (Gripið fram í.) að virða það. (Gripið fram í: Af hverju baðstu um það?)