141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[20:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég spurði hvort hv. þingmaður teldi að stjórnarandstaðan ætti að hafa eitthvert dagskrárvald. Hann sagði í ræðu sinni að stjórnvöld hefðu yfirleitt alltaf dagskrárvaldið.

Hv. þingmaður sagði að við, hv. þingmenn og stjórnarandstaðan hér, hefðum heilmikið vald. Þegar ég kem heim og þá sjaldan ég hlusta á fréttir í ríkissjónvarpinu er verið að segja frá allt öðrum fundi en ég upplifði. Það eru upphrópanir og annað slíkt og efni þeirra mála sem eru rædd á þingi koma sjaldan fram enda er mikil almenn vanþekking á þeim málum sem stjórnarandstaðan flytur.