141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn.

564. mál
[22:06]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ef hv. þingmaður á hugsanlega við hvort samþykkt þingsályktunartillögunnar greiði með einhverjum hætti fyrir samningaviðræðum til dæmis varðandi lokun eða opnun kafla er mér ekki kunnugt um það, svo það sé algjörlega skýrt. Ég hygg að sú nauður sem rekur til samþykktar tillögunnar núna á þeim stutta tíma sem við höfum til umráða áður en þing stendur upp og við hefjum kosningabaráttu sé sú staðreynd að aflétta þarf hinum stjórnskipulega fyrirvara innan sex mánaða. Það er ástæðan.