141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

sameining rannsóknarnefnda í rannsóknarnefnd samgönguslysa.

609. mál
[22:54]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg):

Virðulegi forseti. Málið sem er flutt hér fjallar um breytingu á nokkrum lögum vegna sameiningar rannsóknarnefndar flugslysa, sjóslysa og umferðarslysa í sameiginlega nefnd, rannsóknarnefnd samgönguslysa. Frumvarpið er flutt sem sem fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um rannsókn samgönguslysa. Með frumvarpi til laga um rannsókn samgönguslysa voru rannsóknarnefnd flugslysa, rannsóknarnefnd sjóslysa og rannsóknarnefnd umferðarslysa sameinaðar í eina rannsóknarnefnd samgönguslysa. Með þessu frumvarpi er ákvæðum sérlaga sem vísa í rannsóknarnefndirnar þrjár breytt þannig að vísað er til rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem það á við í viðeigandi lögum.

Frumvarpið er því fyrst og fremst tæknilegs eðlis og ekki ástæða til að fjölyrða meira um það.