141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

afbrigði um dagskrármál.

[14:41]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að leggjast gegn því að samþykkt verði afbrigði vegna þessara mála þannig að þau komist á dagskrá. Ég vek hins vegar athygli á því að örfáir dagar eru eftir af þinginu og hér leggur ríkisstjórnin enn fram stór mál sem við vitum ekki hvort ætlunin er að klára eða að hve miklu leyti á að vinna í.

Allt er þetta sérkennilegt og hlýtur að hafa áhrif á þingstörfin en hins vegar tel ég ekki ástæðu til að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar hvað varðar það að koma málinu hér til 1. umr.