141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn munum styðja þetta frumvarp þó að við séum alls ekki hluti af þessum svokölluðu jafnaðarmönnum sem lýstu því yfir að þeir ætluðu að styðja þetta hér. (Gripið fram í.) Við munum hins vegar styðja málið vegna þess að við teljum að það sé til bóta. Sérstaklega tek ég fram varðandi breytingartillögu við 3. gr. að þar er lagt til að gert verði skylt að vera með ákveðna starfsemi á landsbyggðinni, þ.e. hér stendur, með leyfi forseta: „með fastri starfsemi á völdum svæðum“.

Ég túlka það þannig að Ríkisútvarpið eigi að sinna landsbyggðinni með ákveðnum hætti og því fagna ég að sjálfsögðu. Því munum við styðja þetta mál.