141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:45]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ástæða er til að fagna því að frumvarpið um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, sé komið þetta langt. Það er mikilvægt framfaraskref og góð samstaða er um það í nefndinni. Verið er að búa Ríkisútvarpinu lagaumgjörð sem samstaða getur orðið um til nokkurrar framtíðar. Því styð ég þetta mál og hvet þingheim eindregið til að gera það líka.