141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:02]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vil greiða atkvæði með þessu ákvæði þar sem Ríkisútvarpið, sem hefur yfir að ráða ótrúlega verðmætum og mikilvægum safnakosti sem tengist því sem hefur verið sent út á öldum hljóðvakans og ýmsu öðru efni — ég tel mikilvægt að það efni verði sem aðgengilegast fyrir alla landsmenn, hvort sem er til einkanota eða til viðskiptalegrar hagnýtingar sjálfstæðra framleiðenda. Það er mikilvægt að þetta efni verði ekki lokað af heldur opið fyrir sem flesta.