141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Það gleður mig mjög að þessi liður sé hluti af frumvarpinu. Þetta er eitt af því sem ég lagði til og ég fagna því að tryggt verði aðgengi að því merkilega safnaefni sem RÚV á og mun að sjálfsögðu greiða þessu atkvæði mitt. Ég vonast jafnframt til að það gerist aldrei aftur að gömlu efni sem geymt er hjá RÚV verði eytt. Þetta eykur vissulega líkur á því að það gerist ekki aftur að efni sé bara „randomly“ eytt, af því að ekki er pláss fyrir það í gagnageymslum RÚV.