141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Þessi grein er svo sannarlega til bóta, enda er hún gerð út frá ábendingum frá ÖSE eftir samantekt þeirra um framkvæmd á síðustu kosningum 2009. Ég fagna því að við skulum vera að stíga þetta skref. Ég hefði viljað ganga lengra út af því að hér er jafnframt talað um tækifæri til að kynna stefnumál sín á „hefðbundnum dagskrártíma“ í sjónvarpi sem þýðir að í raun og veru er hægt að setja þetta á dagskrá hvenær sem er, hvort sem það er eftir miðnætti, á sunnudagskvöldi eða á laugardagsmorgni.

Ég vona að útvarpsstjóri virði það að það er alveg jafnmikilvægt að fólk viti stefnu flokkanna sem eiga eftir að stjórna landinu eins og að horfa á Eurovision. Það ætti að setja þessar kynningar á „prime-time“.