141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:08]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þetta ákvæði því að það undirstrikar að mínu mati hversu lítt við erum að reyna að ná utan um raunverulegt hlutverk Ríkisútvarpsins. Þetta ákvæði og þessi breytingartillaga er góðra gjalda verð og virðingarvert hjá hv. þm. Skúla Helgasyni, talsmanni málsins, að reyna að ná utan um það viðfangsefni sem beint var til okkar. Engu að síður undirstrikar þessi breytingartillaga og líka sú næsta að við eigum alveg eftir að skýra og skerpa á hlutverki Ríkisútvarpsins og tilgangi þess.