141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:17]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Hér er stigið mikilvægt en agnarsmátt skref í þá átt sem ég hefði gjarnan viljað fara, þ.e. að sjá Ríkisútvarpinu sett mörk varðandi kostun á dagskrárefni. Hér er einfaldlega sagt að Ríkisútvarpinu sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en síðan eru tvær undantekningar sem við fórum vel í gegnum í allsherjar- og menntamálanefnd. Þær snerta kostun á útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða, en ekki síst útsendingu innlendra íþróttaviðburða, og bárust meðal annars athugasemdir frá ýmsum íþróttasamböndum. Ég tel þetta hins vegar mikilvægt skref. Við erum að segja: Meginreglan er sú að kostun er ekki heimil hjá Ríkisútvarpinu nema með þessum undanþágum. Ég styð þetta ákvæði.