141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:31]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vek athygli þingheims á því að ákvæðin til bráðabirgða eru þannig að ef Ríkisútvarpið dregur það að stofna til dótturfélaga og metur ekki skýrt þá fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu sem það á að sinna er í raun ekki takmark á einu eða neinu sem Ríkisútvarpið gerir. Þetta er veigamikill þáttur þess að ég óska eftir því að við förum með málið aftur í nefndina og förum betur yfir ákvæðin til bráðabirgða, meðal annars í ljósi þeirrar greinar sem var samþykkt hér áðan, breytingartillögu frá allsherjar- og menntamálanefnd varðandi 16. gr.