141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

lyfjalög.

460. mál
[15:32]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er sem umhverfissinni á móti lyfjablöndun í fóður, að lyf sé gefið burt séð frá þörf dýranna sem neyta fóðursins. Er þetta ef til vill svipað og að samþykkja að blanda rósemislyfjum í mat þingmanna burt séð frá þörf.