141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[20:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í næsta dagskrárlið á undan þessum ræddum við um leiðréttingar á mistökum sem gerð voru fyrir tveim mánuðum við fljótfærnislega afgreiðslu þingsins. Ef meiningin er að fara í að byggja heilt sjúkrahús og ræða það á sjö dögum er ég ansi hræddur um að það verði ekki farið í gegnum umsagnir og annað ferli eins og við eðlilega framkvæmd mála.

Ég las áðan upp úr stjórnarskránni að það er bannað að skuldbinda ríkissjóð nema geta þess í fjárlögum. Um leið og menn taka ákvörðun um að fara í eitt stykki spítala og ætla ekki að hætta við það í miðjum klíðum, klára bara hótelið, ekkert annað, verða menn að færa skuldbindinguna inn í fjáraukalög. Ég sé ekki annað. Ég les stjórnarskrána þannig. Það er ekki hægt að segja: Ja, við ætlum að gera þetta á hverju ári og við getum hætt við hvenær sem er. (Gripið fram í: … gera breytingu á lögunum?)