141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

hafnalög.

577. mál
[23:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Af einskærri umhyggju fyrir ríkissjóði vil ég spyrja hæstv. innanríkisráðherra: Hvað þýðir það að samþykkja þetta frumvarp?

Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins stendur um frumvarpið:

„Verði heimildirnar nýttar kann það að hafa í för með sér umtalsverð fjárútlát en það mun ráðast af ákvörðun Alþingis við fjárlagagerð hvers árs hvort og í hvaða mæli afgreiddar verða styrkveitingar til hafnargerðar.“

Hverju er verið að lofa? Hvað er verið að gera? Hvers lags véfréttastíll er þetta eiginlega? Kostar þetta ríkissjóð eitthvað? Kostar það ekki? Ef það kostar eitthvað, hvað mikið?