141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

hafnalög.

577. mál
[23:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Svör hæstv. ráðherra voru í sama véfréttastíl og allt hitt. Það er verið að gefa væntingar um heimildir til þess að koma með ríkisstyrki í hitt og þetta, en svo er það væntanlega fjárlaganefnd komandi ára sem situr uppi með þann kaleik.

Ég legg nú til að sú nefnd sem fær frumvarpið til umsagnar vísi því áfram til fjárlaganefndar og óski eftir umsögn hennar, til að vita hvað stendur fyrir dyrum hjá hv. fjárlaganefnd á næsta kjörtímabili.