141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[11:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alltaf spurning um hvernig á að orða hlutina. Ef ég man rétt þá er þetta ákvæði óbreytt frá núgildandi stjórnarskrá. Við höfum til dæmis breytt jafnræðisreglunni þar sem áður hafði verið talið upp af hverju ekki mætti mismuna fólki, það voru komin ein 15 atriði, átta í gömlu stjórnarskránni og svo bættust við og við komumst að þeirri niðurstöðu að það væru alltaf að bætast við einhverjir hópar þannig að upptalningin væri ekki tæmandi. Eftir að við breyttum því hefur ákvæðið verið gagnrýnt fyrir að vera óljósara, svo að það er vandratað í þessari vegferð.