141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[11:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er svo sem ekki miklu að svara en ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni, mér þykir leitt að ekki sé hægt að klára þetta verk. Ef það verður ekki hægt þá get ég tekið undir með flokkssystur minni, hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur að það er sorg í hjartanu á mér. Ég er ekki skáld eins og hún þannig að ég mundi ekki nota það orð ef hún hefði ekki notað það fyrst, en mér er enginn vandi að vera sammála henni í því.