141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Það vill svo til að fulltrúi Framsóknarflokksins var fylgjandi þessari leið og hún var valin í samstarfi við Framsóknarflokkinn.

Varðandi það að fyrirkomulagið á kosningu til stjórnlagaþings hafi verið svo ómögulegt var það ógilt út af tveimur atriðum sem rýrðu ekki á neinn hátt réttmæta kosningu þeirra fulltrúa sem voru kosnir til stjórnlagaþings. Það vita allir. Þetta voru tæknileg atriði og fáheyrt að dæmt hafi verið á þennan hátt ef maður skoðar öll löndin í kringum okkur. Það hefur verið rakið vel og vandlega hérlendis sem erlendis.

Mig langar að spyrja þingmanninn og biðja hann um að svara mér: Hvað er það sem þingmaðurinn er hlynntur að við breytum í núgildandi stjórnarskrá? Hvaða kafla (Forseti hringir.) nýrrar stjórnarskrár er þingmaðurinn tilbúinn að við tökum fyrir og samþykkjum breytingar á á Alþingi?