141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[15:09]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Virðulegur forseti. Ég styð það frumvarp sem hér er til umræðu og greiði atkvæði með því. Ég tel að hér sé um að ræða mikla bót að því er varðar neytendavernd. Það hafa komið fram ýmis sjónarmið um að ganga mætti lengra og málið verður vissulega rætt áfram í efnahags- og viðskiptanefnd á milli 2. og 3. umr.

Ég hafði fyrirvara við afgreiðslu málsins í nefndinni og hann laut einkum að því að ég óttast að vaxtakostnaður við tiltekna tegund lána, sérstaklega til skamms tíma, geti eftir sem áður verið umtalsvert hár. Fyrirvari minn laut að því en ég styð málið og greiði atkvæði með því.