141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[15:16]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingartillögu meiri hlutans sem lýtur að því að í árlega hlutfallstölu kostnaðar skuli taka verðbótaþátt lána. Það eru þær athugasemdir sem gerðar hafa verið meðal annars út frá Evrópurétti við fyrirkomulagið. Með þeim breytingum og með því að taka verðbætur inn í heildarlántökukostnað og upplýsa einnig um sögulega verðbólgu leitast nefndin við að varna því að neytendur séu ranglega upplýstir um það að þeir muni greiða miklu lægri fjárhæðir af verðtryggðum lánum en raunin er og sagan sýnir í okkar ágæta lýðveldi.