141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

menningarstefna.

196. mál
[15:26]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hér hefur verið sagt að snar þáttur í þjóðlífi okkar snýr auðvitað að menningunni. Sú þingsályktunartillaga sem lögð hefur verið fram gerir tilraun til að móta einhvers konar heildstæða menningarstefnu.

Það er svo með menninguna að hún mun hafa sinn gang til eða frá hvernig sem þingsályktunin lítur út. Það er eðli slíkrar starfsemi. Það sem er kannski vandamálið er að hér er sett fram almenn stefnumótun en því fylgir um leið líka kostnaður sem hlýst af samþykkt slíkrar stefnu. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hver sá kostnaður er. Ég treysti mér því ekki til að greiða atkvæði með þessu en ég mun sitja hjá hvað þetta mál varðar.