141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:00]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég talaði hér um Sjálfstæðisflokkinn sem stofnun og auðvitað eru einstaklingar innan hans. Ég veit að sá sem hér er í andsvari hefur nokkra sérstöðu innan síns flokks og hefur ekki viljað lúta því flokksræði sem þar hefur verið. Ég hef stutt tillögu hans öll þrjú þingin sem hann hefur lagt hana fram vegna þess að ég hef viljað hafa plan B, en plan A er að fara með málið í gegn. Tækifærið er núna og þá eigum við að stefna þangað.