141. löggjafarþing — 90. fundur,  6. mars 2013.

afbrigði um dagskrármál.

[17:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Mig langar að vekja athygli þingheims og þjóðar á því að með því að greiða atkvæði með þessum afbrigðum erum við að reka líkkistunaglann í nýja stjórnarskrá sem samþykkt var að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu af 35 þingmönnum. Hvar eru þessir þingmenn? Af hverju eru þeir tilbúnir til þess að gera þennan ófögnuð og eyðileggja nýja stjórnarskrá eins og hún var lögð fram nýlega? Ég mun segja nei.