141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur.

636. mál
[12:51]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er algjörlega hárrétt hjá þingmanninum að það eru að verða lýðfræðilegar breytingar. Við búum reyndar svo vel hér á landi að vera dugleg við að fjölga okkur þannig að munurinn verður minni en víða annars staðar. Þetta er auðvitað viðfangsefni sem við þurfum að takast á við rétt eins og aðrar þjóðir, að það verða færri á vinnumarkaði til að framfleyta öldruðum. Það hefur verið gert og er til að mynda að gerast á þjónustusviði þar sem lögð er ríkari áhersla á að öldruðum sé gert kleift að búa lengur heima hjá sér, bæði vegna mannréttinda og til að draga úr kostnaði við þjónustu.

Herra forseti. Það munum við sjá á öllum sviðum en það er líka þannig að við lifum í síbreytilegum heimi og erum alltaf að takast á við nýjar aðstæður. Við gerum það varðandi málefni aldraðra rétt eins og í öðrum málaflokkum. (Forseti hringir.)