141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[20:24]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna og fagna þeirri stefnubreytingu sem orðið hefur hjá ríkisstjórn Íslands og þeirri atvinnuuppbyggingu sem boðuð er í orkufrekum iðnaði og skattalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar. Það er sérstök ástæða til að fagna því.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra varðandi það sem hann nefndi, að þetta væri sambærilegt öðrum framkvæmdum, hann nefndi þar álverið á Reyðarfirði og framkvæmdir við vegalagningu og annað í því samhengi: Er ekki örugglega von á sambærilegu frumvarpi inn í þingið von bráðar vegna framkvæmda vegna álversins í Helguvík? Lengi hefur verið kallað eftir ríkisþátttöku í hafnargerð og framkvæmd innviðafjárfestingar sem þar er. Nú hefur ríkisstjórnin hafið viðræður. (Forseti hringir.) Er ekki örugglega frumvarp á leiðinni, hæstv. forseti?