141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[20:31]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég hefði samt haldið að það væri eðlilegra, sérstaklega í ljósi gagnrýninnar, að menn hefðu flutt frumvörp um ívilnanir. Það er ekki verið að taka ákvarðanir um fjárveitingar fyrr en á árinu 2014. Hvað er því til fyrirstöðu, ef gengið er til samninga, að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. innanríkisráðherra geri samkomulag í haust? Það liggur fyrir að það eru engar fjárveitingar í verkefnið og við getum ekki skuldbundið næsta þing sem tekur við þannig að það hefði flækt málið að samþykkja þetta frumvarp um ívilnanir sem er klárlega á hendi hæstv. atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Ef samningar ganga síðan eftir er farvegurinn sá að í fjárlögum 2014, þar sem reynir á heimildir og fjárveitingavald þingsins, flækir það ekki málið þó að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. innanríkisráðherra á þeim tíma hefðu gengið frá því. Ég geri þess vegna athugasemdir við þetta.