141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[20:37]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Tíminn er knappur. Ég held að það sé búið að eyða einum 10 milljörðum í þá fjárfestingu sem er í gangi í Helguvík þannig að þar er sannarlega fjárfesting fyrir hendi.

Mig langar að spyrja um undanþágu frá almennu tryggingagjaldi í frumvarpinu á þskj. 1108. Við erum með mál nr. 502, ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, og þar hefur það komið upp að ríkisskattstjóri telur það annmörkum háð að gefa aukinn afslátt af einungis þessu almenna tryggingagjaldi vegna einhverra tæknilegra þátta. Hafa menn eitthvað velt þessu fyrir sér varðandi þetta verkefni?

Einnig spyr ég hæstv. ráðherra um 4. gr., lóðarframkvæmdir. Hefur slík heimild áður komið við sögu vegna fyrri ívilnana um að ríkið hafi komið að því að taka þátt í undirbúningi (Forseti hringir.) á iðnaðarlóðum?