141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

lengd þingfundar.

[11:12]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hæstv. utanríkisráðherra talaði um sauðburð og frystihús. Ég hef verið með margt fólk í sauðburði og margt af því hefur verið mjög gott starfsfólk sem hefur kunnað að forgangsraða tíma sínum og þar með bjarga verðmætum. Ég ætla að gera þá játningu að ég held að Össuri Skarphéðinssyni væri mjög hollt að komast í sauðburð og ég ætla að bjóða hæstv. utanríkisráðherra næsta vor (Gripið fram í: … maður í því.) að koma í sauðburð til mín. Þá áttar hann sig á því hversu mikilvæg forgangsröðun er þegar tíminn er skammur.

Hæstv. utanríkisráðherra, ég býð þér hér með í sauðburð næsta vor í Dalina. [Hlátur í þingsal.]