141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

tollalög o.fl.

608. mál
[11:18]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir þessa stuttu ræðu. Mig langar að spyrja hv. þingmann, af því að það er ekki í fyrsta skipti sem mál sem þetta fer í gegnum þingið og af því að við vorum rétt í þessu að tala um hvernig við notum tímann í þinginu, hvort ekki hafi verið rætt í nefndinni að gera þetta að varanlegri framkvæmd í staðinn fyrir að fara með málið í gegnum þingið á hverju ári. Ég sé ekki að nokkur rök séu gegn því.

Það er rökstutt þannig að þetta sé gert til að koma til móts við atvinnulífið og ívilna því svo skil á gjöldum verði betri en ella. Er þá nokkuð því til fyrirstöðu að hafa lagaumhverfið þannig að það fyrirkomulag verði fest í sessi?