141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

vörugjald og tollalög.

619. mál
[11:51]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir framsögu hans með nefndaráliti meiri hlutans.

Það sem ég mundi vilja spyrja hv. þingmann varðar það sem kemur fram í nefndarálitinu og raunar líka í nefndarálitinu frá þeim tíma þegar þetta mál var samþykkt. Er hv. þingmaður enn þeirrar skoðunar að það markmið sem frumvarpið var lagt fram með á sínum tíma, um að draga úr neyslu á sykri eða sætuefni, muni ekki nást þrátt fyrir að verið sé að undanskilja hunang frá þessu vörugjaldi?