141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

tollalög o.fl.

608. mál
[11:56]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við þingmenn erum svo sem ýmsu vön þegar kemur að dagskrá funda í þinglok en það er nú samt tiltölulega óvanalegt að verið sé að víxla málum þvers og kruss. Við megum kannski þakka fyrir að við erum hér með mál sem falla undir sömu nefnd en ef um væri að ræða mál sem væru til dæmis hvort úr sinni nefnd þá væri spurning hvort þingmenn gætu tekið þátt í umræðunni. Ég vildi gjarnan óska skýringa á því hver ástæðan er fyrir þessu og hvort við megum eiga von á þessu það sem eftir er dags.