141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

virðisaukaskattur.

542. mál
[18:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Á þskj. 918 er að finna mál nr. 542, flutt af hæstv. fjármálaráðherra, sem lýtur að nokkrum breytingum á skattalegu umhverfi gagnavera. Er það gert til þess að tryggja betur lagalega stöðu þeirra ívilnana sem þingið samþykkti fyrir þessa starfsemi en nokkur óvissa hefur leikið um þann lagagrundvöll. Eru með þessum tillögum tryggðir að mestu þeir hagsmunir sem tryggja átti með fyrri ívilnunum sem nú eru felldar úr gildi og er það niðurstaða meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar að mæla með því við þingið að frumvarpið verði að lögum óbreytt. Nefndarálit er að finna á þskj. 1151 en á því eru auk þess sem hér stendur hv. þingmenn Árni Þór Sigurðsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram og Skúli Helgason.