141. löggjafarþing — 93. fundur,  9. mars 2013.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

630. mál
[11:37]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra fyrir að mæla fyrir þessu brýna máli um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það kom fram í máli hæstv. ráðherra að gert er ráð fyrir möguleikum til að fella niður hluta námslána og breyta þeim í styrki miðað við framvindu náms. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort skoðaðir hafi verið möguleikar á því að fella niður eða breyta í styrki ef lántaki nýtir menntun sína úti á landsbyggðinni í tiltekið langan tíma að námi loknu.

Það er oft vandamál að manna ýmsar stöður og víða vantar menntun og sérmenntun á landsbyggðina. Landsbyggðin hefur farið varhluta af því að fá aftur heim til sín menntað fólk. (Forseti hringir.) Ég spyr hæstv. ráðherra út í þetta.